mánudagur, september 01, 2008

1. september 2008 - Landhelgismálið

Í dag er liðin hálf öld frá því fyrsta stóra útfærsla landhelginnar átti sér stað, þá úr fjórum sjómílum í tólf og fyrsta þorskastríðið hófst með öllu því brambolti sem fylgdi. Í dag sé ég hvergi minnst þessa afmælis landhelgismálsins í vefmiðlunum þótt þess sé vafalaust víða minnst á þeim slóðum þar sem hagsmunirnir liggja, þ.e. hjá þeim sem vilja friða þorskinn fyrir öllum veiðum, þeim sem fengu kvótann að gjöf á sínum tíma og svo hjá Landhelgisgæslunni.

Þegar hafður er í huga sá samhugur sem ríkti meðal íslensku þjóðarinnar á sínum tíma, ætli megi þá segja að hér gildi hið fornkveðna með öfugum formerkjum, þ.e. orustan vannst en stríðið tapaðist?


0 ummæli:







Skrifa ummæli