... í hádeginu á mánudag. Þegar ég fór niður Ártúnsbrekkuna á beygjuakreinni inn á Sæbrautina lenti ég aftast í bílaröð aftan við smábílinn ZU-5xx sem lullaði fremstur í röðinni. Allt í góðu með það. Þegar bílaröðin kom að Sæbrautinni skaust smábíllinn, á einhvern undraverðan hátt, þvert fyrir umferðina og beint inn á vinstri akrein og hélt sig þar. Sjálf fór ég inn á hægri akreinina eins og flestir bílarnir sem höfðu verið á undan mér. Nokkru síðar braut ég umferðarreglurnar með því að fara hægra megin framúr áður umræddum smábíl sem enn lullaði á vinstri akrein og það síðasta sem ég sá af honum og gömlu konunni sem ók honum langt fyrir aftan mig, var að bíllinn var enn á vinstri akrein og ekkert á leið að beygja til vinstri.
Er ekki nauðsynlegt að senda skilaboð Umferðarstofu um að halda sig á hægri akrein einnig á Rás 1? Mér sýnist mestallt það fólk sem dúllar sér á vinstri akreininni vera af þeirri kynslóðinni að það hefur ekið stóran hluta ökuferils síns í vinstri umferð og veit ekki að komin er önnur útsendingarrás hjá Útvarpi Reykjavík.
mánudagur, september 15, 2008
15. september 2008 - Ég fór út að aka ...
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 13:55
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli