Rétt eins og fjöldi fólks sem hefur séð myndbandið er ónefndur innheimtumaður reynir að innheimta skuld með handafli, þá hryllir mig við því er maðurinn reynir að sparka af fullu afli í höfuð liggjandi manns. Í viðtali við Kastljós sjónvarpsins reyndi lögfræðingur mannsins og væntanlegur verjandi hans að gera sem minnst úr atvikinu og nefndi að það bæri að dæma manninn eftir 217. grein hegningarlaganna um minniháttar líkamsárás.
Heitir það orðið minniháttar líkamsárás að sparka í höfuð liggjandi manns? Slíkt atvik er svo alvarlegt að álitamál ber að telja hvort um sé að ræða tilraun, ekki aðeins til alvarlegs líkamsskaða, heldur jafnvel til manndráps. Slíkt getur ekki flokkast sem minniháttar líkamsárás jafnvel þótt árásarmaðurinn ætti sér einhverjar málsbætur sem ég get ekki dæmt um.
Lögfræðingurinn ungi sem hefur tekið að sér að verja hinn ofbeldisfulla innheimtumann, er reyndar sjálfur fremur vafasamur pappír á lögfræðisviði og man ég ekki betur en að hann hefði verið ásakaður fyrir að hafa stolið heilum köflum í lokaritgerð sinni í lagadeild og þurfti að endurskrifa þessa kafla áður en hann fékk starf við að innheimta hraðasektir hjá sýslumanninum á Blönduósi.
http://www.visir.is/article/20080923/FRETTIR01/49175044/-1/FRETTIR
þriðjudagur, september 23, 2008
24. september 2008 - Er spark í höfuð minniháttar líkamsárás?
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 23:36
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli