Sagt var frá því í útvarpinu í morgun að skemmtiferðaskipið Grand Princess kæmi ekki til Íslands vegna veðurs á morgun. Síðan var reiknað út tapið af því að skipið kæmi ekki og minnir mig að það hafi verið um 30 milljónir króna.
Þetta er góð aðferð við að reikna. Næst þegar ég verð spurð um tekjur mínar, ætla ég að gefa upp tekjutapið af því að vera ekki með sömu laun og læknir eftir sjö ára nám, enda er fólk í minni stöðu með sjö ára sérskólanám að baki, en ég hefi aldrei fengið neitt greitt fyrir stúdentsprófið mitt og grátlega lítið fyrir aðra menntun.
Við ættum kannski að krefjast ljósmæðralauna næst þegar kjarasamningar verða lausir? ;)
þriðjudagur, september 23, 2008
23. september 2008 - Tekjutap af farþegum
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 08:29
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli