sunnudagur, febrúar 11, 2007

11. febrúar 2007 – II - Tvískinnungur í blaðamennsku

Ég var að lesa netútgáfu danska dagblaðsins BT núna áðan og þar eru tvær fréttir sem vöktu athygli mína, annarsvegar það að Danir ætla að senda dragdrottningu til Finnlands í vor til að taka þátt í Júróvisjón, hinsvegar frétt um hópnauðgun. Ég hefi ekki heyrt danska sigurlagið, en vona bara að söngvarinn, Drama Queen alias Peter Andersen sé vel að sigrinum kominn.

Öllu verri finnst mér fréttin af ungri transsexual konu sem hefur lokið aðgerð og varð fyrir alvarlegri líkamsárás og hópnauðgun í morgun. Blaðamönnum blaðsins finnst greinilega nauðgunin ekki næg, heldur velta sér upp úr því að stúlkan sé karl sem hafi farið í gegnum kynskipti. Fyrir bragðið verður fréttin eins hnífur sem snúið er í sárinu. Mitt folk í Danmörku hefur þegar sent inn mótmæli til BT vegna framsetningar fréttarinnar og vottar ungu konunni virðingu sína.

Ég vona innilega að ég þurfi ekki að sjá svona framsetningu frétta í íslenskum fjölmiðlum í framtíðinni.

http://www.bt.dk/article/20070211/KRIMI/702110312/1053

www.bt.dk/article/20070210/UNDERHOLDNING/70210013&SearchID=73271850165854


0 ummæli:







Skrifa ummæli