þriðjudagur, febrúar 27, 2007

27. febrúar 2007 - III - Hvað næst? Annþór og félagar?

Ég fæ á tilfinninguna að Ísland sé að breytast í eitt allsherjar lögregluríki!

Sýslumaðurinn er farinn að senda út handtökuskipanir á skuldara, en það er næsta stig á eftir handrukkurum með hafnarboltakylfur, Björn Bjarnason vill stofna Stasi til að njósna um útlendinga og pólitíska andstæðinga og loks vill Steingrímur J. stofna netlöggu. Er ekki að verða nóg komið?

Þegar fréttin af hinum nýju fjárnámsgerðum er skoðuð, fæ ég á tilfinninguna að meira sé um blankheit í þjóðfélaginu en áður var. Þar er talað um nokkur þúsund kröfur um fjárnám sem ekki hefur tekist að ljúka. Það þýðir á mannamáli að þúsundir íbúa Reykjavíkur séu á flótta undan sýslumanni og fógeta þótt heildarfjöldinn sé innan við 120.000 að börnum og skuldlausum gamalmennum meðtöldum. Þá er ótalinn sá fjöldi sem er í vanskilum án þess að hafa lagt á flótta. Getur það virkilega verið að Reykvíkingar séu svona illa stæðir?

Ég bara spyr?


0 ummæli:







Skrifa ummæli