laugardagur, mars 10, 2007

10. mars 2007 – II – Ný kristin stjórnmálasamtök

Bryndís Ísfold rakst á glænýja bloggsíðu á föstudagskvöldið og sagði okkur frá henni á bloggsíðu sinni , en þarna eru ný “kristin” stjórnmálasamtök að boða komu sína á vettvang landsmálanna. Af eðlilegum ástæðum sjá aðstandendur síðunnar ástæðu til að dyljast undir dulnefnum á borð við K1 og K2 og svo framvegis.Að mér læðist sá grunur að hér sé Kristilegi lýðræðisflokkurinn risinn upp frá dauðum eins og Lazarus forðum daga.

Síðast heyrðist í Kristilega lýðræðisflokknum árið 1999 er hann bauð fram til Alþingis í tveimur kjördæmum og fékk 0,3% atkvæða. Þá var Guðmundur Örn Ragnarsson í 1. sæti í Reykjavík, en Guðlaugur Laufdal í 1. sæti á Reykjanesi.

Ýmis nýmæli komu fram í stefnuskrá flokksins eins og krafa um bann við staðfestri sambúð samkynhneigðra, bann við fóstureyðingum og bann við aðgerðum til leiðréttingar á kyni. Kaflinn um utanríkismál fjallaði aðallega um óskir þeirra um nánari tengsl við Ísrael.

Ekki get ég sagt að ég hafi fagnað þessum nýja flokki, ekki fremur en hinum nýju kristnu stjórnmálasamtökum, enda finnst mér eitthvað mikið vanta upp á kristilega kærleiksandann hjá þessu fólki.

http://myndir.timarit.is/400972/djvu/400972_0006_438592_0006.djvu


0 ummæli:







Skrifa ummæli