Stundum er eiginlega ekkert hægt að skrifa og þá oft eftir næturvaktir. Ég lauk semsagt næturvakt á mánudagsmorguninn, svaf frameftir degi og fór svo á Deil kannekki. Því hefi ég ekki haft tíma til að skrifa neitt blogg af viti, enda haft nóg að gera á öðrum sviðum.
-----oOo-----
Varðandi blogg helgarinnar sem voru tekin út, þá var ekki um ritskoðun að ræða, en ég boðuð á teppið á morgun vegna viðburða helgarinnar. Það var hinsvegar talið óheppilegt að fjalla mikið um þessi mál fyrr en rannsókn væri lokið á því sem skeði og því tók ég færsluna út af eigin hvötum.
Það verður því vonandi eitthvað skemmtilegt skrifað hér á þriðjdag að venju þegar ég hefi sofið út eftir erfiða helgi.
þriðjudagur, mars 13, 2007
13. mars 2007 - Loksins nokkur hvíld!
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 01:02
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli