Íslendingum er enn í fersku minni er flutningaskipið Wilson Muuga (ex Selnes) varð fyrir stýrisbilun og sigldi beint á land við Hvalsnes. Í nótt voru það frændur vorir Svíar sem höfðu heppnina með sér er gámaskipið Baltic Bright varð fyrir skyndilegri bilun í rafala, varð stjórnlaust og fór beint í veg fyrir Finnlandsferjuna Silja Serenade sem var á leið til Stokkhólms á leið sinni frá Helsingfors og Mariehamn með 1850 farþega um borð.
Það tókst með naumindum að afstýra árekstri, trúlega vegna þess að stýrimenn beggja skipa voru vakandi á vaktinni. Það má hinsvegar velta því fyrir sér ef vakthafandi stýrimaður á Silja Serenade hefði verið að hugsa um eitthvað annað og árekstur hefði orðið þar sem skipið var á allt að 30 sjomílna hraða.
Allavega þakka ég almættinu fyrir að hafa ekki verið á vaktinni í vélarúmi Ms Baltic Bright!
http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=2617&a=626541
Það tókst með naumindum að afstýra árekstri, trúlega vegna þess að stýrimenn beggja skipa voru vakandi á vaktinni. Það má hinsvegar velta því fyrir sér ef vakthafandi stýrimaður á Silja Serenade hefði verið að hugsa um eitthvað annað og árekstur hefði orðið þar sem skipið var á allt að 30 sjomílna hraða.
Allavega þakka ég almættinu fyrir að hafa ekki verið á vaktinni í vélarúmi Ms Baltic Bright!
http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=2617&a=626541
0 ummæli:
Skrifa ummæli