miðvikudagur, desember 19, 2007

19. desember 2007 - Búin að öllu - næstumþví...

Það er segin saga að þegar ég er búin að skrifa á öll jólakortin og merkja þau finnst mér eins og að jólin megi koma. Nú er ég tilbúin til að taka á móti jólasveinunum og jólakettinum og get spilað jólalögin með góðri samvisku.

Ég er búin að næstumþví öllu. Búin að snúa öllu við í stofunni, hengja upp jólaskrautið og skrifa á jólakortin. Nú á ég bara eftir að sækja jólatréð niður í kjallara, kaupa nokkrar jólagjafir, ryksuga stofuna og versla feitt kjöt og jólaöl. Nú get ég farið með góðri samvisku niður á Næstabar á Þorláksmessukvöld og fagnað lokum undirbúnings jólanna.

Það er kannski eitt og annað eftir, en ég og kisurnar höfum ekki áhyggjur af smámunum.


0 ummæli:







Skrifa ummæli