Ég fór í jólaboð til sonar míns og tengdadóttur og sonarsonar á jóladagskvöld. Enn ein þung máltíðin.
Ég finn orðið hve svona þungur matur dregur úr manni máttinn. Ég svaf til hádegis á jóladagsmorguininn og verð að setja þessa færslu inn snemma því rúmið kallar löngu fyrir miðnættið, enda vinnudagur framundan.
Það sótti syfja á fleiri en mig á jóladagskvöld. Meðfylgjandi mynd er af ungum herramanni rétt í þann mund sem hann sveif inn í draumalandið.
þriðjudagur, desember 25, 2007
26. desember 2007 - Jólaboð
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 23:34
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli