fimmtudagur, desember 06, 2007

6. desember 2007 - Jafnræði kynjanna!


Eins og gefur að skilja eru börnin mín hlynnt jafnrétti á sem flestum sviðum, eða það vona ég að minnsta kosti. Úr því að frumburður dóttur minnar varð strákur kom stelpa nokkrum árum síðar. Eldri sonurinn byrjaði á stelpu og því var eðlilegast að annað barnið hans yrði strákur.

Að sjálfsögðu fá þau Kristján og Berglind hamingjuóskir með drenginn sem fæddist klukkan 13.40 í dag, 52 cm og 15 merkur, á 90 ára afmæli sjálfstæðisyfirlýsingar Finnlands og á 25 ára afmæli kvennaathvarfsins.

-----oOo-----

Þess má geta að Kristján Eldjárn var fæddur þennan ágæta dag sem og bæjarstjórinn í Bolungarvík.


0 ummæli:







Skrifa ummæli