mánudagur, desember 31, 2007

31. desember 2007 - II - Fyrirsagnir

Þegar ég vaknaði eftir hádegið, skreiddist fram og fór að rýna gleraugnalaus á skjá tölvunnar minnar blöstu eftirfarandi fyrirsagnir Morgunblaðsvefjarins við mér í réttri röð:

-o-

ENGAR ÁRAMÓTABRENNUR Í REYKJAVÍK

-o-

ENGIN ÁRAMÓTABRENNA Í STYKKISHÓLMI

-o-

BOÐAÐ TIL MÓTMÆLA

-o-

Ha, er ástandið virkilega orðið svona slæmt? Gerir fólk sér ekki grein fyrir hættunni af eldinum í hávaðaroki að það fari að mótmæla útaf einhverjum vesælum áramótabrennum? Ég setti upp gleraugun og sá þá fréttirnar betur og létti stórum.

Með þessum orðum óska ég öllum Íslendingum gleðilegs árs og friðar og set ekkert meira inn á netið fyrr en á næsta ári sem hefst á miðnætti. Hvort færslan verði strax eftir miðnættið eða í heilsuleysi morgundagsins skal ósagt látið að sinni.

En munið bara að ganga hægt um gleðinnar dyr.

-----oOo-----

Svo ítreka ég að enn er ekki kominn gestur númer 100.000 á Blogspot.


0 ummæli:







Skrifa ummæli