Ég fór á áramótafagnað hjá Elínu og Krumma í Barnasmiðjunni á gamlárskvöld. Alltaf jafn yndislegt að sækja þau heim, góður matur, gott vín og nóg af strákum að skjóta upp flugeldum.
Ég var sátt við áramótaskaupið, kannski að flugslysabrandarinn hafi verið full langdreginn á köflum, en gaman að sjá hve gamla toppstöðin við Elliðaár kemur að gagni sem sviðsmynd skömmu áður en hún verður rifin, en það má ske sem fyrst og engum til ama.
Með þessum orðum ítreka ég óskir mínar til allra um gæfuríkt nýtt ár 2008. Sjálf finn ég hve það er undir mér komið hversu vel árið 2008 mun verða heppnað. Ég þarf bara að taka ákvörðun og fylgja henni út í ystu æsar.
-----oOo-----
Aðsóknin að síðunni minni datt niður á gamlársdag. Því er gestur númer 100.000 enn ekki kominn . Hver verður númer 100.000 á Blogspot?
þriðjudagur, janúar 01, 2008
1. janúar 2008 - Gamlárskvöld
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 03:08
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli