Sumum kann að þykja ég hafa verið býsna slæm í umfjöllun minni um íslenska landsliðið í handbolta. Því vil ég bæta aðeins úr þessari synd minni:
Það var árið 1920 sem hópur Kanadamanna af íslenskum ættum héldu með skipi til Antwerpen í Belgíu til þátttöku í sumarólympíuleikunum þar í landi. Þeir komu, sáu og sigruðu, fengu ólympíugull í íshokkí.
http://en.wikipedia.org/wiki/Winnipeg_Falcons
http://www.winnipegfalcons.com/
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=778461
Ég svipaðist um eftir sumum þessara manna í Minningarriti íslenskra hermanna og fann nokkra, meðal annars Konráð Jónasson Jóhannesson (með mynd) sem lék hægri bakvörð í liðinu, en þar segir:
Fæddur 10. ágúst 1896 í Argylebygð í Manitoba. Sonur Jónasar Jóhannessonar frá Geiteyjarströnd í Mývatnssveit og Rósu Einarsdóttur frá Húsavík, nú búandi í Winnipeg. Konráð gekk í herinn 18. mars 1916 og sigldi ári síðar til Englands. Þaðan var hann sendur til Egyptalands til að starfa þar við flugskóla. Hann kom aftur til Canada 19. maí 1919 og stundar nú háskólanám í Winnipegborg. Íþróttamaður góður. Var í Fálka-leikflokknum er sigur vannst í Olympisku leikjunum í Antwerp 1920.
Þess má geta að í seinni heimsstyrjöld rak Konráð flugskóla í Winnipeg þar sem hann þjálfaði flugmenn af íslenskum ættum sem tóku þátt í styrjöldinni. Hann lést 1968. Sonur hans, Brian Johannesson, hefur einna helst haldið minningu föður síns og Fálkanna á lofti meðal Íslendinga heima og heiman.
Sem ég hefi alltaf sagt, Íslendingar eiga að taka nána frændur sína sér til fyrirmyndar, hætta þessu handboltakjaftæði og snúa sér að íshokkí og krullu.
sunnudagur, janúar 20, 2008
21. janúar 2008 - Af íslenskum íþróttaafrekum
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 23:54
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli