Fyrir nokkrum árum kvað mjög að veggjakroti unglingspilta á eignum Hitaveitunnar/Orkuveitunnar, stundum svo mjög að ástæða þótti til að kalla til lögreglu og gefa tjónaskýrslu á sóðaskapinn. Svo var hringt í málarana sem voru fljótir að koma og mála yfir skemmdirnar.
Ein dælustöðin varð sérstaklega fyrir barðinu á skemmdarvörgunum sem mættu nótt eftir nótt og sóðuðu út stöðina. Síðan mætti okkar fólk um morguninn og málaði yfir. Eftir nokkrar tilraunir gáfust unglingarnir upp og hefur stöðin fengið að vera að mestu leyti til friðs eftir þetta.
Einhverjir unglingar voru gripnir glóðvolgir við að merkja sér Laugaveginn á nýjársnótt. Að sjálfsögðu fagna ég handtökunni og vona jafnframt að sem flest fórnarlömbin muni að kæra verknaðinn áður en kærufrestur rennur út. Spurningin er hinsvegar sú hvort rétt hafi verið að auglýsa verk þeirra svo mjög í fjölmiðlum eins og gert var? Um leið og klottrararnir sjá verkin sín á sjónvarpsskjánum sem og þeir sem fá að hafa sínar myndir lengst uppi, hafa unnið sigur.
Því er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir endurtekningu sóðaskaparins, að taka myndir að klottrinu vegna skýrslugerðar og mála síðan yfir, helst samdægurs og áður en fjölmiðlar ná að opinbera glæpinn með myndasýningum. Þannig er hægt að koma drengjunum í skilning um að svona lagað sé ekki liðið.
föstudagur, janúar 04, 2008
4. janúar 2008 - Röng skilaboð?
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:19
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli