Ég veit vart hvað er að hrjá mig, en það var alveg hræðilega erfitt að komast framúr á mánudagsmorguninn. Ég nennti því varla. Ekki var flensan að herja á mig né heldur svartidauði eða stórabóla, en samt var ég ekki eins og ég átti að vera.
Ég lagði mig tvisvar eftir hádegið örþreytt eftir draumfarir næturinnar, var fúl í skapi og hafði allt á hornum mér þótt einungis kisur og nágrannar þyrftu að líða fyrir skapið í mér. Svo sofnaði ég yfir sjónvarpsfréttunum og náði rétt að vakna til að staulast á næturvaktina.
Nú er ég öll að hressast rétt eins og Lasarus sálugi.
-----oOo-----
Ekki má gleyma því að forsöngvarinn í stóru englahljómsveitinni hefði orðið 73 ára í dag. Til hamingju Elvis sálugi.
þriðjudagur, janúar 08, 2008
8. janúar 2008 - Leti?
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:08
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli