Ég er enn jafnhrifin af spurningunum í spurningaþættinum Útsvar og áður. Þær eru öllu skemmtilegri en spurningarnar í Gettu betur þetta árið.
Á föstudagskvöldið byrjaði ég á að halda með Selfyssingum, þó ekki vegna sýslumannsins sem er sonur kollega míns, enda er ég enn dálitið ósátt við hann vegna þvagleggsins umrædda. Hinsvegar er Soffía Sigurðardóttir gömul baráttusystir af vinstri vængnum, en bæði hún og eiginmaður hennar eru ágætis félagar frá yngri árum. Það dugði ekki. ÓlafsfjarðarSiglfirðingar mörðu sigurinn eftir frábæra spretti þess sem sat í miðjunni og svaraði flestum spurningunum.
Eiginlega hefðu bæði liðin átt að komast áfram, slíkir voru snilldartaktarnir á báðum borðum.
Þau svöruðu meira að segja spurningum sem ég gat ekki svarað.
laugardagur, janúar 19, 2008
19. janúar 2008 - Útsvar
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:15
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli