fimmtudagur, október 16, 2008

16. október 2008 - Rúblur!

Þegar ég fór niður í anddyri heima hjá mér í morgun að sækja málgagnið sá ég auk Moggans, lítið grænt hulstur í póstkassanum hjá mér. Ég ætlaði að hoppa hæð mína í loft upp af reiði, enda kæri ég mig ekkert um annan ruslpóst en Moggann og Árbæjarblaðið auk venjulegs pósts og er póstkassinn rækilega merktur slíkum skilaboðum.

Þá tók ég eftir því að seðill datt út úr hulstrinu og við athugun reyndist um að ræða rússneskan tíu rúblu peningaseðil. Ég fór að skoða innihald hulstursins betur og reyndist það innihalda 140 rúblur í seðlum, einn hundrað rúblu seðil og fjóra tíu rúblu seðla.

Enga skýringu veit ég á þessu og dettur helst í hug að einhver rússneskur bankamaður sé að greiða út rúblurnar sem voru teknar af mér fyrir 35 árum síðan og lagðar inn á sovéskan banka sbr:

http://velstyran.blogspot.com/2008/10/13-oktber-2008-hugleiingar-um-averblgu.html


0 ummæli:







Skrifa ummæli