Fyrir um tveimur árum fauk allt af vestursvölunum hjá mér sem fokið gat. Ég ætlaði ekki að láta slíkt endurtaka sig aftur, keypti sex millimetra plexígler í skilrúmið á milli svalanna í stað fjögurra millimetra sem upphaflega hafði verið sett upp svo kisurnar mínar hættu að bjóða sjálfum sér í mat til nágrannanna. Síðan festi ég allt eins kyrfilega og mögulegt var í von um að slíkt veður væri undantekning frá reglunni um leiðindaveður.
Nú á fimmtudagskvöldið kom samskonar veður og fyrir tveimur árum. Það leið ekki á löngu uns ég tók eftir sprungu í sex millimetra plexíglerinu í skilrúminu góða og þrátt fyrir tilraunir mínar til að bjarga því í heilu lagi varð vindurinn á undan mér og náði að kljúfa það í tvennt.
Nú sit ég hér heima með með brotið kisuskilrúm, tvö kisuklósett og fimm svalablómakassa inni á stofugólfi og og vona að ekki verði meira úr þessu leiðindaveðri.
Þá er nú suðaustanáttin betri. Ég legg svo á og mæli um að veðri þessu verði pakkað inn og sent til Gordons nokkurs Brown að Downingsstræti 10 í Lundúnaborg, honum til skapraunar og leiðinda.
föstudagur, október 24, 2008
24. október 2008 - Tekin í bólinu ... einu sinni enn!
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:20
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli