Það er alveg ljóst eftir atburði gærdagsins að Davíð Oddsson er rúinn trausti. Hann er ekki bara rúinn trausti, hann hefur valdið íslensku þjóðinni óbætanlegu tjóni og það verður að láta þennan mann fara úr Seðlabankanum strax til að lágmarka tjónið sem hann olli með orðum sínum í Kastljósi í fyrrakvöld. Það þarf ekkert að kenna atburðum í Bretlandi um fall Kaupþings. Bretar svöruðu Davíð Oddssyni á þann hátt sem þeir gerðu.
Það er ekki nóg að láta hann fara. Það þarf einnig að reka hirðina sem Davíð hefur safnað í kringum sig í bankaráði Seðlabankans og það þolir enga bið. Síðan þarf nýtt bankaráð fagfólks að taka við Seðlabankanum, lækka vextina og reyna að laga ástandið eins og hægt er.
Jafnvel það er ekki nóg. Það verður þegar í stað að setja á fót opinbera rannsóknarnefnd til að yfirfara störf Seðlabankans síðustu vikurnar og draga þá menn til ábyrgðar sem ollu þessu tjóni.
Ég segi sem meðlimur í Samfylkingunni. Ef Samfylkingin leggur ekki þegar fram kröfu í ríkisstjórn um þessi mál með stjórnarslitum að veði, þá verð ég ekki lengur meðlimur í Samfylkingunni né heldur stuðningsaðili Samfylkingarinnar eftir helgina.
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/10/09/atburdir_i_bretlandi_felldu_kaupthing/
fimmtudagur, október 09, 2008
9. október 2008 - Rekum Davíð Oddsson!
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 09:01
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli