Fyrir nokkrum árum síðan vakti ungfrú Silvía Nótt verðskuldaða athygli er henni tókst að koma Íslandi úr Júróvisjón á eftirminnilegan hátt.
Þegar þessi orð eru rituð hafa rúmlega 55 þúsund manns skrifað sig á undirskriftarlistann gegn terroristalögum Gordons frá Brúnastöðum og Alistairs Elsku. Eins og gefur að skilja hafa undirskriftirnar og meðfylgjandi myndir vakið athygli víða utan landssteinanna, að minnsta kosti þar sem málstaður Íslands vekur samúð meðal fólks eins og í Svíþjóð og Kanada.
Þegar myndirnar eru skoðaðar sjást, ekki einungis íslenskur almenningur sem mótmælir orðum bresku ráðherranna Elsku og Gordon, heldur og nokkrir rammíslenskir terroristar undir sauðagærum og þorskroði.
Þegar ég fór að skoða þessar myndir fór ég að velta fyrir mér örlögum Silvíu Nætur. Hvar er Silvía nú þegar við virkilega þörfnumst hennar? Hver væri betri til að sýna álit íslensku þjóðarinnar gagnvart Elsku og Gordon að Downingsstræti en einmitt Silvía Nótt?
Ég er sannfærð um að ef Silvía Nótt yrði gerð út af örkinni til að leita sátta við Elsku og Gordon, þá myndu þeir gefast upp samstundis, aflétta öllum frekari hömlum gagnvart Íslandi og bjóða fram aðstoð sína til að bæta skaðann sem þeir hafa valdið með aðgerðum sínum. Ég neita allavega að trúa því að þeir séu svo húmorslausir að þeir segðu Silvíu Nótt og Íslandi stríð á hendur, en þá fengju þeir heldur ekki eitt einasta penný til baka og yrðu sjálfir að standa skil á Icesave reikningunum.
http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=148&a=844737
http://www.indefence.is/
mánudagur, október 27, 2008
27. október 2008 - Hvar er Silvía Nótt á neyðarstundu?
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 11:29
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli