Ein frægasta svikamyllan í íslensku útrásinni, danska flugfélagið Sterling, verður væntanlega úrskurðuð gjaldþrota í dag. Hún er eitt skýrasta dæmið um það hvernig íslenskir milljarðaþjófar komust undan með fjármuni íslensku þjóðarinnar á silfurfati.
Það var fyrir rúmum þremur árum sem Eignarhaldsfélagið Fons keypti Sterling á fjóra milljarða króna, seldi það síðan innávið í einhver skipti fyrir stöðugt hærri upphæð þó að lítil verðmætaaukning ætti sér stað í rekstri félagsins, en síðast keypti Fons félagið á 20 milljarða. Með þessu tókst að þvinga fram aukið lánshæfi félagsins sem eigendur þess nýttu sér til fullnustu uns svikamyllan hrundi, rétt eins og lánveitandinn, íslenskir bankar
Ekki ætla ég að fara nákvæmlega út í þau svik og pretti sem áttu sér stað með kaupum og sölum á þessu félagi, enda hefi ég ekki nægt viðskiptavit til að fara út í þessa hluti. En það er löngu kominn tími til að eigendur þess verði sóttir til saka fyrir svik sín gagnvart íslensku þjóðinni, hvort heldur þeir verða sóttir heim með eða án aðstoðar Interpol.
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item233865/
http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=3130&a=845454
0 ummæli:
Skrifa ummæli