þriðjudagur, ágúst 29, 2006

30. ágúst 2006 - Atvinna: Atvinnumorðingi?

Einhver ófyrirleitinn náungi sá ástæðu til að senda mér skilaboð í gegnum Morgunblaðsvefinn í gær á eftirfarandi hátt:Einhver hefur kosið að senda þér eftirfarandi frétt af mbl.is
Skilaboð frá viðkomandi: "Þessi á nú líka eftir að fá Fálkaorðun, sómi lands síns sverð þess og skjöldur."
Þess má geta að sá sem sendi þessi skilaboð til mín, þorði ekki að láta nafns síns getið.

Skelfing finnst mér sumir leggjast lágt. Ungur Íslendingur var sendur til Írak til að drepa innfædda, stóð sig svo vel þarna suðurfrá, að hann hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir dugnaðinn. Ekki veit ég hvort eigi að draga Íslendinginn unga til ábyrgðar fyrir þau morð sem hann hefur hugsanlega framið fyrir hönd dönsku krúnunnar, en alveg örugglega yfirmenn hans sem eru ábyrgir fyrir morðunum. Drengurinn verður hvort eð er, einungis í besta falli samsekur um lítinn hluta þeirra grimmdarverka sem danski herinn hefur verið að fremja í Írak í samstarfi í ýmsa aðra heri og með stuðningi Halldór Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar

Þess má geta að tæplega 3000 bandarískir hermenn hafa fallið í stríðinu gegn “hryðjuverkum” í Írak og Afganistan, öllu fleiri en fórust í árásunum 11. september 2001 auk þess sem 230 hermenn bandalagsþjóða þeirra hafa fallið. Þá má ekki gleyma að yfir 20.000 bandarískir hermenn eru sárir eftir þátttöku sína í hryðjuverkunum í Írak. Með öðrum orðum, George Dobbljú Bush hefur fyrir löngu stungið vini sínum Osama Bin Laden ref fyrir rass í hryðjuverkum á bandarískum borgurum auk þess sem hann og fylgisveinar hans eru taldir bera ábyrgð á milli 41.000 til 100.000 íröskum mannslífum. Árangur: Margt bendir til að Írak leysist upp í þrjú smáríki sem munu berjast á banaspjótum um ókomna framtíð eftir svokallaða frelsun landsins frá harðstjóranum Saddam Hussein.

Ég vil ráðleggja öllum sem lesa þennan pistil minn að fara inn á http://www.google.is/ og slá inn orðið failure sem leitarorð. Fyrsta greinin sem kemur upp er mjög áhugaverð. Gjörið svo vel.

-----oOo-----

Hér átti að koma stuttur pistill um heitavatnsleysi í Breiðholtinu, en ég hætti við hann, enda var ég í sumarfríi þar til klukkutíma áður en vatninu var hleypt á aftur.

-----oOo-----

Loks er sjálfsagt að óska sebradýrunum í vesturbænum til hamingju með timburmenn morgundagsins.

-----oOo-----

Ég þoli ekki SMS. Það er löngu búið að finna upp talsímann sem leysti af ritsímann.


0 ummæli:







Skrifa ummæli