Eins og fram kom í fyrri færslu minni, áttu kisurnar Hrafnhildur og Tárhildur tveggja ára afmæli í gær. Þær gerðu sér glaðan dag í tilefni afmælisins, léku sér fram eftir morgni og fengu síðan dýrindis afmælisverð, rækjur í forrétt, soðningu í aðalrétt og loks rjóma í eftirrétt. Eins og gefur að skilja, er slíkur málsverður þungur í maga og leið ekki á löngu uns þær lágu báðar afvelta eftir máltíð dagsins eins og sést ágætlega á myndunum og vissu vart sitt rjúkandi ráð.
Hvorug hafði áhuga á því að fara út að fagna ásamt öðrum kisum, en létu þó sjá sig um stund utandyra áður en ég hélt á vaktina um kvöldið.
fimmtudagur, apríl 12, 2007
12. apríl 2007 - Eftir afmælisveisluna
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:37
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli