Það eru komin fjögur ár síðan Michael Moore fékk Óskarsverðlaun fyrir kvikmynd sína sem fjallaði um fjöldamorðin í Colombine skólanum, alvarlega ádeilu á innri vígbúnað bandarísku þjóðarinnar, þjóðar sem er í sífelldu stríði við sjálfa sig auk annarra þjóða og enn hefur bandaríska þjóðin orðið fyrir áfalli vegna atburða af þessu tagi. Nú í Virginia Tech tækniháskólanum í Blacksburg í Virginíufylki.
Ef að líkum lætur mun verða aukið verulega við öryggisgæslu við bandaríska skóla í kjölfar þessa hræðilega atburðar og enn mun aukið á vígbúnað heimilanna og áfram verða heimilin eins og lítil vopnabúr þar sem óttinn ræður ríkjum undir öruggri forystu ofstækisfullra hvítra karla sem sjá enga lausn aðra í stöðunni en að auka enn frekar á vopnaburðinn. Enn munu vopnin valda dauða og limlestingum í stað þess að farin verði mýkri leiðin og reynt að draga úr vopnaburði í landinu með takmörkunum á vopnakaupum og vopnaburði.
Það er grátlegt að það skuli þurfa friðarsinna á borð við Michael Moore til að fjalla um þessa atburði á mjög svo gagnrýninn hátt, en enn grátlegra er að vita til þess að ráðamenn á borð við George Dobbljú Bush skuli enn vera með lokuð eyrun fyrir kröfum hans.
http://www.michaelmoore.com/
þriðjudagur, apríl 17, 2007
17. apríl 2007 - Bowling for Virginia Tech
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:26
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli