Nú er Alcan farið að huga að álveri við Keilisnes. Það er vafalaust hið besta mál auk þess sem það er utan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar. Það er hinsvegar álitamál hversu lengi það fær að vera í friði á þessum stað.
Álverið í Straumsvík var byggt fjarri öllum mannabyggðum fyrir fjörtíu árum. Nú er byggðin að komin að mörkum álverslóðarinnar og forljótar verksmiðjur eru ekki vinsælar séðar út um stofugluggann hjá fólki. Sama saga getur orðið uppi að fjörtíu árum liðnum á Vatnsleysuströnd. Reyndar mun öll strandlengan frá Hafnarfirði til Keflavíkur byggjast meira og minna á næstu hundrað árum og erfitt að sjá hvar verksmiðjan verði ekki til ama þeim sem ekki þola að sjá verksmiðju í næsta nágrenni. Því er eðlilegast að Alcan fari í burtu úr nágrenninu og skipuleggi framtíð sína annars staðar á landinu, t.d. í Þorlákshöfn eða þá utan við Keflavík, t.d. í Helguvík.
-----oOo-----
Svo fær yngsti sonurinn hjartanlegar hamingjuóskir með 25 ára afmælið! Er ég virkilega orðin svona gömul?
mánudagur, apríl 09, 2007
9. apríl 2007 - Álver á Keilisnesi?
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 01:21
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli