þriðjudagur, október 10, 2006

10. október 2006 – 2. kafli – Af flugslysi í Noregi


Ég fór að velta fyrir mér þessu flugslysi í Noregi í morgun þar sem fjórir menn fórust, blessuð sé minning þeirra.

Þetta er samskonar vél eða hugsanlega sama vél og ég fór með til Egilsstaða á dögunum og hrósaði í hástert fyrir hraða, en hún var þriðjungi styttri tíma á leiðinni en gömlu Fokker druslurnar hjá Flugfélagi Íslands. Fokkerarnir hafa þó eitt framyfir þessa vél, að þeir eru ekki eins þröngsetnir og þessi vél sem er af gerðinni British Aerospace BAe 146-200, enda búið að bæta aukasætaröð í færeysku vélarnar frá því sem upphaflega var áætlað. Það eru sex sæti á breiddina í færeysku útgáfunni, en fimm annars. Ég verð að viðurkenna að ég vil heldur vera þriðjungi lengur, en að komast ekki alla leið í heilu lagi.

Annars kýs ég oftast að fara á milli staða á bílnum sé þess kostur, því þá ræð ég sjálf mínum ferðahraða og get notið þess sem Ísland hefur upp á að bjóða.


0 ummæli:







Skrifa ummæli