Björn Bjarnason minnst þess örugglega enn þegar Heimdellingar og aðrir ungir Sjálfstæðismenn studdu flokkinn gegn verkamönnum á Austurvelli 30. mars 1949. Þeir mættu þá að Alþingishúsinu með hjálma og kylfur að vopni eins og reiðubúnir til harðvítugra átaka ef verkamenn ætluðu sér að grýta Alþingishúsið með smásteinum. Nú hafa hægrisinnaðir sagnfræðingar ákveðið að árás vopnaðra Heimdellinganna sé vörn gegn vopnuðum verkamönnum sem vopnuðust því sem hendi var næst er á þá var ráðist, steinhleðslunum af Austurvelli.
57 árum eftir þennan atburð bregður svo við að þegar maðurinn sem vill ganga í fótspor Rumsfeld og Bush fer fram á stuðning Heimdallar og annarra ungra Sjálfstæðismanna við fyrirætlanir sínar um persónunjósnir, segja þeir stopp. Hingað og ekki lengra. Það ber að fagna afstöðu ungra Sjálfstæðismanna til hugmynda Björns Bjarnasonar og eru þeir menn að meiri vegna þessarar afstöðu sinnar.
fimmtudagur, október 19, 2006
19. október 2006 – Vesalings Björn
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:10
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli