miðvikudagur, október 11, 2006

11. október 2006 – 2. kafli - Upphitun fyrir herskipið?

Eins og öllum stelpum, sumum strákum líka, ætti að vera kunnugt núna, er herskip með 1100 stráka um borð á leið til landsins til þátttöku í félagslegum tengslaverkefnum. Örlítill forsmekkur verður að þessu í kvöld, en hið djarfa landslið Svíþjóðar ætlar að bursta Ísland á Laugardalsvelli í kvöld og aldrei að vita nema einhver verði heppin eftir leikinn, því ekki fara strákarnir okkar heim til Sverige fyrr en í fyrramálið og vart munu þeir þurfa að sofa á köldum beddum í nótt. Ég vil taka það fram að það þýðir ekkert fyrir Pollý og Sigmar að mæta á völlinn eða ætla sér að leggja snörur sínar fyrir stóru ástina úr Rassenal, því hann er meiddur og er ekki með.

Þannig að þér er alveg óhætt að senda út Kastljós í kvöld Sigmar minn.


0 ummæli:







Skrifa ummæli