Það var eitthvað öðruvísi í umhverfinu þegar ég rölti heim frá vinnu í gær. Fyrst sá ég ekkert óeðlilegt, en svo áttaði ég mig á því að umhverfinu hefði verið breytt frá óeðlilegu í eðlilegt. Strætóskýlið á Bæjarhálsinum, rétt hjá vinnunni og sem hvarf þegar nýi borgarstjórnarmeirihlutinn tók við völdum í vor, var komið aftur. Strætó byrjar að ganga aftur í dag!
Á leiðinni niður í Ármúla um eftirmiðdaginn lét ég mig dreyma um ferð með strætisvagni á föstudagskvöldið og vinstrigræni eðalvagninn minn hristi sig af hryllingi yfir hugsunum mínum. Ekki get ég boðið strætisvagnafarþega Íslands númer eitt að sitja með í vagninum því hún mun þá væntanlega sitja í rauðum strætisvagni einhversstaðar í Lundúnaborg og láta sig dreyma um ferð með gulum strætisvagni. Ég fer þá bara ein á Næstabar.
-----oOo-----
Ég bíð svo í ofvæni eftir afsökunarbeiðninni frá Mogganum.
föstudagur, október 06, 2006
6. október 2006 – Gaman í Árbæjarstrætó
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:07
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli