sunnudagur, október 22, 2006

22. október 2006 - Af kriegsminister Bjarnason

Geiri harði kvartaði hástöfum undan stjórnarandstöðunni sem vildi koma höggi á Björn Bjarnason kriegsminister á fundi í Valhöll í gær. Ekki vildi hann þó meina að stjúpsonurinn ætti einhvern þátt í þessari rógsherferð á hendur stríðsmálaráðherranum.

Ég get alveg fullvissað Geir um að stjórnarandstaðan er alsaklaus af rógi á hendur Birni Bjarnasyni. Honum hefur tekist að rýja sjálfan sig trausti alveg aleinn og án stuðnings annarra en aðmíráls Lárussonar og FBI sjéffans Jóhannesen. Það var Björn sjálfur sem vildi stofna hér her og leyniþjónustu og njósnadeild og auka hér á hatur og viðsjár og það hefur enginn lagt honum þessar tillögur í munn nema hann sjálfur.

Björn Bjarnason verður því sjálfur að skammast sín og getur ekki kennt neinum öðrum um slíkt.

-----oOo-----

Nýju vélarnar tvær á Hellisheiði voru gangsettar og vígðar í gær við hátíðlega athöfn. Ég komst ekki, enda dauðþreytt eftir að hafa vakað yfir þeim í gangi alla nóttina á undan sem og öðrum þeim gufuhverflum sem tilheyra rafmagnsframleiðslu Orkuveitunnar. Ég er ekki einu sinni viss um að þær hafi verið stöðvaðar til að Gulli litli og Geiri harði fengju að ræsa þær að nýju eða hvort þeir hafi bara ræst þær í plati.

-----oOo-----

Eftir að hafa unnið tvær viðureignir í röð töpuðu hetjurnar í Halifaxhreppi leik í kvenfélagsdeildinni á laugardaginn og eru því enn rétt ofan við rauða strikið sem skilur á milli feigs og ófeigs. Hetjurnar í stórborginni þarna rétt hjá og sem kenna sig við gamla liðið sem var selt til Ameríku, héldu hinsvegar áfram sigurgöngu sinni og eru nú með 45 stig eftir 16 viðureignir í ensku Vestfjarðadeildinni


0 ummæli:







Skrifa ummæli