laugardagur, október 21, 2006

21. október 2006 – Bloggleti

Ég þjáist af alvarlegri bloggleti. Ég nenni ekki að skrifa og ég nenni ekki að gera neitt nema hanga á þessari blessaðri vakt minni og fylgjast með sex gufuhverflum samtals rúmlega 200 MW auk þess að halda yl á Reykvíkingum og nærsveitungum, útvega þeim nægt vatn og koma kúknum fyrir kattarnef.

Kannski er eðlilegt að ég bloggi ekki í kvöld. Það er vart tími til þess.

-----oOo-----

Á mínum yngri árum hófst hvalvertíðin oftast að kvöldi sjómannadags og lauk áður en skólarnir byrjuðu að hausti. Nýhafin hvalvertíð hófst eftir miðjan október um svipað leyti og síðasta stórhvelið er farið suður um höfin. Ætli þetta leyfi sé kosningabragð?


0 ummæli:







Skrifa ummæli