laugardagur, október 28, 2006

29. október 2006 – Vesalings Kókómó

Þá er prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lokið þótt enn sé eftir að telja nokkur atkvæði þegar þessi orð eru skrifuð. Það sem bar helst til tíðinda var að kriegsminister Bjarnason kenndi andstæðingum Sjálfstæðisflokksins um ósigur sinn í prófkjörinu og því að hann skuli hafa lent í þriðja sæti. Þessu ber að fagna, því það er sjaldgæft að fólk sem ekki tekur þátt í prófkjöri, skuli hafa svona mikil áhrif í einum flokki.

Ekki er allt samt jafngott. Þegar átta þúsund atkvæði hafa verið talin, eru aðeins tvær konur í níu efstu sætunum. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að halda áfram að vera testósteronflokkur, þó innan þeirra marka sem tækjasalir geta gefið af sér. Allir þeir karlar sem náð hafa ofar en í 12 sæti eru dæmigerðir hvítflibbar og grunar mig að þeir sem geta ekki flokkast sem slíkir hafi lent í neðstu sætum prófkjörsins. Þeirra á meðal er gamall skipsfélagi minn, Jóhann Páll Símonarson sem mig grunar að hafi lent í einu af allraneðstu sætunum.

Kannski er Jói dæmigerður fyrir lágstéttarfólkið sem heldur íhaldinu gangandi.

-----oOo-----

Enn heldur Sameining Mannshestahrepps áfram að koma okkur á óvart, komnir með 48 stig úr 17 leikjum og 60 mörk í plús. Á laugardag unnu þeir Glossop North End með átta mörkum gegn engu. Þá halda hetjur vorar í Halifaxhreppi áfram að viðhalda ólympíuhugsuninni, nú með því að láta kasta sér út úr bikarkeppninni (FAcup).

-----oOo-----

Loks fá Kobbi bróðir og Sesselja systir hamingjuóskir með afmælisdaginn.


0 ummæli:







Skrifa ummæli