Ingibjörg Sólrún hefur lagt til að þrjú svæði sem áður höfðu verið sett á lista sem vænlegir virkjanakostir, skuli tekin út af listanum, þ.e. Brennisteinsfjöll, Innstidalur og Villinganes. Ekki ætla ég að leggja eigið mat á Villinganes, læt Skagfirðinga um það atriði þótt ég sé hlynnt vatnsaflsvirkjunum umfram gufuaflsvirkjanir. Þá eru Brennisteinsfjöll senn einasta lítt kannaða svæðið á Reykjanesi og göngufólki til ánægju sem skemmtilegt útivistarsvæði í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins, en geta farið til fjandans í næsta eldgosi.
Þriðja svæðið sem Ingibjörg nefndi er Innstidalur. Er það ekki dálítið of seint að ætla sér að friða Innstadal? Innstidalur er vissulega bæði grænn og fagur innan um stórbrotna náttúru Hengilssvæðisins, en til þess að komast í Innstadal verður að fara gangandi frá virkjanasvæðinu við Kolviðarhól eða þá akandi á jeppa frá virkjanasvæðinu við Orrustuhólshraun. Þegar dvalið er í Innstadal er hægt að njóta útsýnisins til suðurs, upp til virkjanasvæðisins á Skarðsmýrarfjalli. Semsagt, allt svæðið sundurborað og pípuvætt nema þessi eina litla vin í eyðimörkinni sem er eins og grasblettur í miðju iðnaðarhverfi.
Seinni myndin er tekin frá virkjanasvæðinu á Skarðsmýrarfjalli niður í Innstadal.
föstudagur, október 13, 2006
13. október 2006 – 2. kafli – Af hverju Innstidalur?
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 13:49
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli