mánudagur, október 16, 2006

16. október 2006 – Samsæri um skáborun

Síðastliðinn föstudag gerði ég athugasemdir við orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þess efnis að hún vildi að Innstidalur yrði tekinn af listanum yfir hugsanleg virkjanasvæði. Hér með tek ég orð mín aftur, því nú veit ég betur.

Með nýjustu bortækni er óþarfi að leggja pípulagnir um Innstadal þveran og endilangan með tilheyrandi borholum, gufustrókum og hávaða. Borholurnar á Skarðsmýrarfjalli geta hvort eð er borað á ská. Ef búið er að bora 3000 metra djúpar holur á ská, næst gufan undan Innstadal án þess að hreyfa þurfi við dalnum sjálfum. Þarna var Solla sniðug. Gaf loforð sem auðvelt er að efna án þess að draga úr öðrum möguleikum. Þetta myndu sumir kalla samsæri með starfsfólki Jarðborana.

Þá má velta öðru fyrir sér. Þegar Norðlingaöldustífla ver gerð, var eitt helsta kvörtunarmál virkjunarandstæðinga að þar væri verið að eyðileggja dýrmæt jarðhitasvæði. Með skáborunum sömu gerðar og framkvæmdar eru á Skarðsmýrarfjalli , má einnig bora á bökkum hins nýja Norðlingaöldulóns. Ég er þó hrædd um að fljótlega yrði kvartað yfir sjónmengun vegna mannvirkjagerðar á hálendinu ef slíkt yrði gert og þá væntanlega slíkt ramakvein að mótmæli vegna Kárahnjúkavirkjunar yrðu sem hjáróma rödd í samanburði.

-----oOo-----

Þá hafa fyrstu leitarflokkarnir vegna týndra rjúpnaskytta farið til leitar þetta haustið!


0 ummæli:







Skrifa ummæli