þriðjudagur, júní 12, 2007

12. júní 2007 - Segir fátt af einni og þó!



Ég hefi eiginlega ekkert að segja að sinni. Ég vaknaði seint og illa á mánudagsmorguninn og fór fljótlega út á svalir að mála handrið. Slíkt þykir ekki merkilegt nema fyrir þá sök að ég þurfti að mála handrið á tvennum svölum og tvisvar hvorar svalir.

Á meðan handriðin voru að þorna eftir fyrri umferðina skrapp ég í vinnuna og rétt náði því að taka í hendina á gamla stjórnarformanninum í fyrsta sinn um leið og hann kveður okkur og tekur við heilbrigðisráðuneytinu. Því miður vissi ég ekki þegar ég hitti hann að hann hefði ráðið sér toppmanneskju sem aðstoðarmann sinn í ráðuneytinu, sjálfa Hönnu Katrínu Friðriksson. Með þessu hefur Guðlaugur Þór hækkað um mörg þrep í áliti hjá mér.

Ég verð því að senda honum og Hönnu Katrínu heillaóskir mínar hér og nú.

Svo er það spurningin. Mun Esjuganga bíða mín á þriðjudag?


0 ummæli:







Skrifa ummæli