Þessa dagana hamast sumir félagar mínir í Samfylkingunni við að mæra Tony Blair, ekki aðeins þeir, heldur og margir íhaldsmenn. Ég sé enga ástæðu til þess og fagna brotthvarfi hans úr enskum stjórnmálum og á ekki von á miklum árangri hjá honum í deilunni fyrir Miðausturlöndum eftir blóðugan feril hans í embætti forsætisráðherra Bretlands.
Þegar Tony Blair ákvað að styðja félaga sinn George Dobbljú Bush í innrásinni í Írak, gerði hann það af sömu fölsku ástæðunni og þeir félagar þeirra Halldór og Davíð. Á sama hátt og Adolf Hitler beitti lygum og áróðri gegn Póllandi í lok ágúst 1939, gátu allir séð að sama sjónarspil var uppi á teningunum gagnvart Írak fyrstu mánuði ársins 2003. Munurinn er þó sá einn að þeir fylgismenn Hitlers sem lifðu af stríðið voru dregnir fyrir lög og dóm, en það virðist langt í slíkt hjá Bush, Blair, Halldór og Davíð.
Allir sem vildu vita, vissu að innrásin í Írak var á fölskum forsendum. Þess vegna stóðum við mörg á torginu fyrir framan stjórnarráðið dagana í kringum innrásina og mótmæltum. Þeir félagar Bush og Blair ásamt varðhundum sínum víða um heim þar á meðal á Íslandi, ákváðu að hunsa mótmæli okkar og annarra friðarsinna um allan heim og annað hvort myrtu hundruð þúsunda Íraka eða studdu morðin.
Glæpir þessara manna voru engin mistök eins og látið er í veðri vaka á fjölmörgum bloggsíðum þessa dagana, heldur einbeittur brotavilji og fyrir slíkan gjörning á að kalla slíka menn fyrir rétt eins og hverja aðra ótínda glæpamenn svo þeir fái réttláta dómsmeðferð.
fimmtudagur, júní 28, 2007
28. júní 2007 - Einbeittur brotavilji
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:32
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli