Undanfarna daga hafa sjávarútvegsráðherrar verið að ræða um veiðar erlendra fiskiskipa utan íslenskrar fiskveiðilögsögu. Íslenski sjávarútvegsráðherrarnn kallar þessi skip sjóræningjaskip og opinberar fréttastofur sem og fréttastofur prentfjölmiðla apa þetta þeftir honum.
Þetta er rangt! Á næstu eyju við heimahöfn þessara skipa er t.d. Eimskip með áætlunarskip sín skráð og samkvæmt skilgreiningu sjávarútvegsráðherrans ber einnig að kalla þau sjóræningjaskip! Sjálf hefi ég notað þetta vafasama orð um skip sem sigla undir hagkvæmnisfána, enda er notkun slíkra fána beinlínis gegn hagsmunum ríkisins og oft hinnar undirokuðu alþýðu samanber færslur mínar frá því í fyrra og árið á undan á öðrum vettvangi en Moggabloggi.
Óábyrg skrif mín í þessum efnum skipta litlu máli. Verra er þegar sjálfur sjávarútvegsráðherrann notar slíkt slangur um grafalvarlega hluti og síðan þegar fréttastofurnar apa þetta eftir honum. Nú hefi ég fangið aukinn liðstyrk í baráttunni fyrir bættu orðalagi með bloggi Bjarna Más:
http://www.deiglan.com/index.php?itemid=11275
Eða eins og Ármann Snævarr lagaprófessor sagði eitt sinn: “Við skulum ekki nota slangur í umræðum um lögfræði!”
þriðjudagur, júní 26, 2007
26. júní 2007 - Sjóræningjar
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:48
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli