Þessa dagana ryðjast flestir besservisserar bæjarins út á ritvöllinn til að lýsa vandlætingu sinni á ökuhraða fólks á mótorhjólum og nú eru jafnvel hjólaklúbbarnir sjálfir farnir að skammast yfir félögum sínum á opinberum vettvangi . Það er smjattað á safaríkum hraðasögum í kaffistofum og samkvæmum og sjálf hefi ég ekki farið varhlutann af þessari umræðu, samanber færslu mína í gær.
Ég held því að kominn sé tími til að setja punkt fyrir þessa umræðu og áminna alla sem eru úti að aka um eina gullvæga reglu í umferðinni, þ.e. fyrsta umferðarlögmál Önnu, en það er svohljóðandi:
Allir sem aka hægar en ég eru slóðar, en allir sem aka hraðar en ég eru ökufantar!
föstudagur, júní 15, 2007
15. júní 2007 - Enn um ökufanta!
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:27
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli