Eins og lesendur mínir vita, hefi ég iðulega montað mig af afrekum mínum á göngusviðinu og þá sérstaklega fjallgöngum mínum og öðrum óbyggðaferðum. En nú er illt í efni því það hefur komist upp um mig.
Ég mætti á gleðigöngu Hinsegin daga að venju í gær og þekkt fyrir yfirlæti mitt, gat ég ekki látið sjá mig með almúganum og ganga niður allan Laugaveginn frá Hlemmtorgi og niður í Lækjargötu. Því lét ég mig hafa það að hengja nokkrar bleikar blöðrur á tveggja tonna Ford pallbíl og aka síðan alla leiðina niður í bæ og roðnaði ekki einu sinni þótt 50 þúsund manns horfðu á mig aka í gegnum mannþvöguna. Því miður eru til fáar myndir af afreki mínu, en þó bregður einhverjum fyrir í einkasöfnum þar sem múgurinn starir hugfanginn á mig.
Eftir gleðigönguna var kallað til skyndifundar í stjórn gönguhópsins og ég rekin úr klúbbnum með skömm. Ég verð sennilega að ganga ein á fjöll í framtíðinni.
-----oOo-----
Svo fær Gurrí hamingjuóskir með afmælið í dag og getur nú byrjað að safna þjóðbúningadúkkum.
Ég mætti á gleðigöngu Hinsegin daga að venju í gær og þekkt fyrir yfirlæti mitt, gat ég ekki látið sjá mig með almúganum og ganga niður allan Laugaveginn frá Hlemmtorgi og niður í Lækjargötu. Því lét ég mig hafa það að hengja nokkrar bleikar blöðrur á tveggja tonna Ford pallbíl og aka síðan alla leiðina niður í bæ og roðnaði ekki einu sinni þótt 50 þúsund manns horfðu á mig aka í gegnum mannþvöguna. Því miður eru til fáar myndir af afreki mínu, en þó bregður einhverjum fyrir í einkasöfnum þar sem múgurinn starir hugfanginn á mig.
Eftir gleðigönguna var kallað til skyndifundar í stjórn gönguhópsins og ég rekin úr klúbbnum með skömm. Ég verð sennilega að ganga ein á fjöll í framtíðinni.
-----oOo-----
Svo fær Gurrí hamingjuóskir með afmælið í dag og getur nú byrjað að safna þjóðbúningadúkkum.
0 ummæli:
Skrifa ummæli