Hvar varst þú í dag þegar ég ætlaði að heimsækja þig í tjaldið við Austurvöll í dag? spurði ein vinkona mín sem átti leið um miðbæinn í gær. Svarið var einfalt. Ég var í útláni!
Ég tók að mér það merkilega hlutverk á “menningarnótt” að taka þátt í lifandi bókasafni á Austurvelli. Ekki get ég sagt að hlutverkið hafi verið mjög íþyngjandi, enda vantaði mikið upp á að allt væri tilbúið rétt áður en opna átti “bókasafnið” og hálflosaralegur bragur á því framan af. Þó gekk öllu betur þegar frá leið og var ég lánuð út nokkrum sinnum til fólks sem vildi fræðast um transgender og mig.
Ég er ekki frá því að slíkt lifandi bókasafn eigi fullan rétt á sér, ekki einvörðungu á “menningarnótt” heldur og við mörg önnur tækifæri. Það hefði mátt fínslípa vinnubrögðin við skipulag bókasafnsins og hægt er að gera alveg stórkostlega uppákomu með slíkri lifandi baráttu gegn fordómum af ýmsu tagi.
Meðfylgjandi mynd er frá annarri svipaðri uppákomu undir sömu merkjum og hér heima, þ.e. "all different-all equal"
sunnudagur, ágúst 19, 2007
19. ágúst 2007 - Lifandi bókasafn
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:12
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli