Nú hefur byggðarstjórn Vesturbyggðar sent frá sér viljayfirlýsingu vegna hugsanlegrar olíuhreinsistöðvar í Arnarfirði. Mér finnst þetta arfaslök hugmynd þótt verksmiðjan verði í hvarfi frá villunum þeirra hvort heldur er á Bíldudal eða á Patreksfirði.
Ég efa ekki að til sé nægilegt land undir slíka verksmiðju í Hvestudal, en er til nægilegt byggingaland undir 2000 nýja íbúa á Bíldudal? Það er alveg ljóst að ef af verður, mun þurfa að byggja heilt þorp undir starfsfólkið sem starfar við verksmiðjuna og fjölskyldur þeirra. Í fljótu bragði sé ég ekki hvar slíkt þorp getur risið í einum fallegasta firði Íslands, þá með tilliti til nægilegs undirlendis, snjóflóðahættu og samgangna. Það þarf einfaldlega að byggja upp nýtt samfélag frá grunni ef reisa á verksmiðjuna við vestanverðan Arnarfjörðinn.
Persónulega sé ég enga þörf á að reisa olíuhreinsunarstöð á Íslandi. Það er nóg af þeim fyrir í heiminum á sama tíma og olíubirgðir heimsins fara þverrandi. Slík verksmiðja myndi því einvörðungu vinna í samkeppni við verksmiðjur úti í heimi og hugsanlega ávallt vera í varnastöðu gagnvart hinum verksmiðjunum vegna fjarlægðar frá mörkuðum og erfiðleika við mönnun verksmiðjunnar, en langstærsti hluti starfsfólksins yrði aðfluttur. Það má því velta fyrir sér hvaða lausn yrði fólgin í olíuhreinsunarstöð fyrir íbúana sem fyrir eru.
Það er vissulega rétt að það þarf að efla byggðir Barðastrandarsýslu, en það gerist ekki með mistökum á borð við olíuhreinsunarstöð sem myndi að auki eyðileggja það litla sem fyrir er af atvinnu íbúanna, sjávarútvegi og nýju kalkþörungaverksmiðjunni.
Ég efa ekki að til sé nægilegt land undir slíka verksmiðju í Hvestudal, en er til nægilegt byggingaland undir 2000 nýja íbúa á Bíldudal? Það er alveg ljóst að ef af verður, mun þurfa að byggja heilt þorp undir starfsfólkið sem starfar við verksmiðjuna og fjölskyldur þeirra. Í fljótu bragði sé ég ekki hvar slíkt þorp getur risið í einum fallegasta firði Íslands, þá með tilliti til nægilegs undirlendis, snjóflóðahættu og samgangna. Það þarf einfaldlega að byggja upp nýtt samfélag frá grunni ef reisa á verksmiðjuna við vestanverðan Arnarfjörðinn.
Persónulega sé ég enga þörf á að reisa olíuhreinsunarstöð á Íslandi. Það er nóg af þeim fyrir í heiminum á sama tíma og olíubirgðir heimsins fara þverrandi. Slík verksmiðja myndi því einvörðungu vinna í samkeppni við verksmiðjur úti í heimi og hugsanlega ávallt vera í varnastöðu gagnvart hinum verksmiðjunum vegna fjarlægðar frá mörkuðum og erfiðleika við mönnun verksmiðjunnar, en langstærsti hluti starfsfólksins yrði aðfluttur. Það má því velta fyrir sér hvaða lausn yrði fólgin í olíuhreinsunarstöð fyrir íbúana sem fyrir eru.
Það er vissulega rétt að það þarf að efla byggðir Barðastrandarsýslu, en það gerist ekki með mistökum á borð við olíuhreinsunarstöð sem myndi að auki eyðileggja það litla sem fyrir er af atvinnu íbúanna, sjávarútvegi og nýju kalkþörungaverksmiðjunni.
0 ummæli:
Skrifa ummæli