Í gær voru 30 ár síðan Elvis nokkur gaf upp öndina og þá rifjaðist upp atvik sem ég lenti í á tíu ára dánardægri gamla mannsins.
Það var að kvöldi 16. ágúst 1987 sem við vorum að koma til Immingham í Englandi á honum Álafossi og ég á vaktinni. Nokkru áður en komið var að lóðsinum í mynni Humberfljótsins var ég mætt niður í vél eins og þykir sjálfsagt þegar siglt er innan um mikla skipaumferð og dundaði mér við að gera allt klárt fyrir komu til hafnar, skipta vélunum yfir á léttara brennsluefni af svartolíu og fasa aðra ljósvél inn á netið ef eitthvað skyldi bregða útaf.
Skyndilega heyrði ég í gegnum allan hávaðann að það dró niður í stóru ljósavélinni. Vitandi að ég hefði engan tíma til athugana á ástandinu flýtti ég mér að einni af minni ljósavélunum og startaði henni. Í sömu svipan varð allt svart. Þar sem við vorum skyndilega orðin stjórnlaus á fimmtán mílna ferð innan um hundrað skip, gaf ég mér ekki tíma til að bíða þessar fáu sekúndur eftir að neyðarlýsingin kæmi á, heldur stökk í átt að rafmagnstöflunni í þeim tilgangi að setja inn ljósavélina. Í myrkrinu varð mér það hinsvegar á að rekast á loka í gólfinu og steyptist á hausinn og niður á milli gólfpalla. Þrátt fyrir logandi sársauka í hægri öxlinni hélt ég áfram og sló inn ljósavélarrofanum með betri hendinni og síðan að gangsetja þau tæki sem höfðu slegið út við hið skyndilega rafmagnsleysi, síðan að koma inn fleiri ljósavélum og gat þá loks farið að aðgæta eigið líkamsástand.
Ég hafði einhverntímann lesið að ein manneskja gæti sett handlegginn í liðinn ein með því að leggjast og láta handlegginn hvíla niður. Ég prófaði þetta og fann þá hvernig handleggurinn small í liðinn aftur. Síðan var bara að halda áfram að vinna eins og ekkert hefði í skorist þótt ég væri enn með mikla verki, meðan siglt var upp fljótið til Immingham og aftur út þaðan eftir að skipið hafði verið losað og lestað á nokkrum klukkustundum um nóttina.
Sólarhring síðar var svo komið til Antwerpen þar sem ég komst loks til læknis sem leit á öxlina á mér og sendi mig heim með næstu flugvél. Þar með lauk sjómennsku minni til tveggja áratuga, en ég hefi ekki verið í föstu starfi á sjó síðan.
Það var að kvöldi 16. ágúst 1987 sem við vorum að koma til Immingham í Englandi á honum Álafossi og ég á vaktinni. Nokkru áður en komið var að lóðsinum í mynni Humberfljótsins var ég mætt niður í vél eins og þykir sjálfsagt þegar siglt er innan um mikla skipaumferð og dundaði mér við að gera allt klárt fyrir komu til hafnar, skipta vélunum yfir á léttara brennsluefni af svartolíu og fasa aðra ljósvél inn á netið ef eitthvað skyldi bregða útaf.
Skyndilega heyrði ég í gegnum allan hávaðann að það dró niður í stóru ljósavélinni. Vitandi að ég hefði engan tíma til athugana á ástandinu flýtti ég mér að einni af minni ljósavélunum og startaði henni. Í sömu svipan varð allt svart. Þar sem við vorum skyndilega orðin stjórnlaus á fimmtán mílna ferð innan um hundrað skip, gaf ég mér ekki tíma til að bíða þessar fáu sekúndur eftir að neyðarlýsingin kæmi á, heldur stökk í átt að rafmagnstöflunni í þeim tilgangi að setja inn ljósavélina. Í myrkrinu varð mér það hinsvegar á að rekast á loka í gólfinu og steyptist á hausinn og niður á milli gólfpalla. Þrátt fyrir logandi sársauka í hægri öxlinni hélt ég áfram og sló inn ljósavélarrofanum með betri hendinni og síðan að gangsetja þau tæki sem höfðu slegið út við hið skyndilega rafmagnsleysi, síðan að koma inn fleiri ljósavélum og gat þá loks farið að aðgæta eigið líkamsástand.
Ég hafði einhverntímann lesið að ein manneskja gæti sett handlegginn í liðinn ein með því að leggjast og láta handlegginn hvíla niður. Ég prófaði þetta og fann þá hvernig handleggurinn small í liðinn aftur. Síðan var bara að halda áfram að vinna eins og ekkert hefði í skorist þótt ég væri enn með mikla verki, meðan siglt var upp fljótið til Immingham og aftur út þaðan eftir að skipið hafði verið losað og lestað á nokkrum klukkustundum um nóttina.
Sólarhring síðar var svo komið til Antwerpen þar sem ég komst loks til læknis sem leit á öxlina á mér og sendi mig heim með næstu flugvél. Þar með lauk sjómennsku minni til tveggja áratuga, en ég hefi ekki verið í föstu starfi á sjó síðan.
0 ummæli:
Skrifa ummæli