þriðjudagur, ágúst 07, 2007

7. ágúst 2007 - Brotið á grundvallarreglu

Ég hefi löngum haft þá grundvallarreglu í heiðri að stunda ekki viðskipti á frídegi verslunarmanna þeim til heiðurs. Ég hefi 360 aðra daga til að stunda viðskipti og get alveg setið á mér þennan dag sem og þá daga sem verslanir eru lokaðar.

Í gær braut ég á þessari góðu reglu. Þegar ég heyrði að það væru fjórfaldir vildarpunktar á bensínstöðinni renndi ég við og fyllti næstum tóman bensíntankinn og mundi ekki eftir gamla heitinu fyrr en heim var komið. Ég reyndi svo hugga mig við að slöngutemjarar á bensínstöðvum væru í Einingu en ekki í VR.

Ég lofa að standa mig betur næst verði ég í Reykjavík, en ekki á ferð um landið.


0 ummæli:







Skrifa ummæli