....nú til sýnis, segir Borgar Þór Einarsson formaður SUS í Fréttablaðinu í gær. Þar kvartar hann sáran yfir þeim yfirgangi skattayfirvalda að láta skattskrár einstaklinga liggja frammi í Tollstöðinni í tvær vikur eftir birtingu skattaálagningar.
Öfugt við drenginn, þá fagna ég þessu árlega framtaki skattayfirvalda. Nú getur hver sem er séð heildartekjur mínar á síðasta ári, en mér er óheimilt að segja frá þeim af hálfu vinnuveitandans. Þó getur hver sem er séð grunnlaunin með því að skoða launatöflur Vélstjórafélagsins eða hvað sem það heitir nú á þessum síðustu og verstu tímum.
Því miður segir skattskráin einungis hverjar heildartekjur mínar eru frá samtals þremur aðilum, en rétt eins og hjá fjölda Íslendinga, duga einfaldar tekjur illa til lífsframfæris. Ekki sést heldur hversu lág grunnlaunin eru, en rétt eins og hjá mörgum þarf að skila svo og svo mikilli yfirvinnu og vaktavinnu og aukavinnu til að láta enda ná saman, reka tíu ára gamlan bílinn og greiða afborganir og viðhald af íbúðarkytrunni, fæða mig og klæða og kannski njóta aðeins lífsins endrum og eins. Þrátt fyrir barlóminn telst ég heppin samanborið við fjölda fólks á Íslandi sem vart á til hnífs og skeiðar í öllu góðærinu.
Á landsfundi Samfylkingarinnar flutti Bjarni Ármannsson erindi þar sem hann hvatti til þess að launaleynd yrði aflétt á Íslandi. Það liðu ekki margar vikur frá landsfundinum þar til hann varð atvinnulaus þótt ekki vilji ég setja samasem merki á milli ágæts erindis hans og skyndilegs brotthvarfs úr starfi.
Sumum kann að þykja það brot á persónufrelsi að skatturinn sé gefinn upp opinberlega, en þeim hinum sömu finnst ekkert athugavert við að stúlkan við eitt borð má ekki vita laun karlmannsins á næsta borði. Slíkt kallast persónufrelsi á tungumáli SUS þótt það viðhaldi launamisrétti kynjanna. Sveiattan!
miðvikudagur, ágúst 01, 2007
1. ágúst 2007 - Laun þín eru ....
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 00:02
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli