Um síðustu helgi var haft samband við mig. Vinafólk í Hvalfirði var með Vestur-íslenska fjölskyldu í heimsókn og vantaði að finna ættingja á Íslandi. Ekkert mál hugsaði ég og nokkrum mínútum síðar sendi ég þeim 16 síðna skjal um fólkið sem flutti til Kanada ásamt niðjum eina bróðurins sem eftir var á Íslandi. Áður en ég sendi þeim skjalið renndi ég yfir það og sá að Herdís Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ og bloggvinkona mín af Moggabloggi er meðal niðjanna og því sendi ég henni afrit af skjalinu.
Um kvöldið hringdi ég í Herdísi og benti henni á hvernig hægt væri að nálgast þessa ættingja sína. Að sjálfsögðu hlaut ég miklar þakkir fyrir, ekki síst frá föður Herdísar sem hafði staðið í þeirri trú að hann væri eins og ættlaus, enda hefi ég sannfrétt að hálfgert ættarmót hafi verið haldið á fimmtudagskvöldið þar sem Herdís og fjölskylda hittu Vestur-íslenska ættingja sína.
Sannleikurinn er samt sagna bestur.
Einn hinna yngri afkomenda Vesturfaranna dvaldi um skeið á Íslandi fyrir nokkrum árum og ætlaði að leita hér ættingja sinna. Hann gaf mér upp nauðsynlegar upplýsingar um skagfirskan uppruna sinn og í framhaldi af því hafði ég samband við Magnús Haraldsson verkfræðing og sérfræðing í skagfirskum ættum. Hann sendi mér síðan niðjatal frá Jóni Pálssyni og Margréti Halldórsdóttur sem bjuggu meðal annars á Álfgeirsvöllum í Lýtingsstaðahreppi um miðja nítjándu öld en öll uppkomin börn þeirra nema eitt fluttu vestur um haf á síðari hluta nítjándu aldar. Áður en ég fékk niðjatalið í hendur hafði ég tapað netfangi drengsins. Er ég fann það aftur, var hann farinn aftur til síns heima. Því lá niðjatalið og rykféll í tölvunni minni þar til beiðnin kom síðasta sunnudag.
Einasta afrekið mitt að var átta mig á að bloggvinkona mín og einn niðjanna var sama manneskjan! Heiðurinn af öllu hinu er Magnúsar Haraldssonar.
Um kvöldið hringdi ég í Herdísi og benti henni á hvernig hægt væri að nálgast þessa ættingja sína. Að sjálfsögðu hlaut ég miklar þakkir fyrir, ekki síst frá föður Herdísar sem hafði staðið í þeirri trú að hann væri eins og ættlaus, enda hefi ég sannfrétt að hálfgert ættarmót hafi verið haldið á fimmtudagskvöldið þar sem Herdís og fjölskylda hittu Vestur-íslenska ættingja sína.
Sannleikurinn er samt sagna bestur.
Einn hinna yngri afkomenda Vesturfaranna dvaldi um skeið á Íslandi fyrir nokkrum árum og ætlaði að leita hér ættingja sinna. Hann gaf mér upp nauðsynlegar upplýsingar um skagfirskan uppruna sinn og í framhaldi af því hafði ég samband við Magnús Haraldsson verkfræðing og sérfræðing í skagfirskum ættum. Hann sendi mér síðan niðjatal frá Jóni Pálssyni og Margréti Halldórsdóttur sem bjuggu meðal annars á Álfgeirsvöllum í Lýtingsstaðahreppi um miðja nítjándu öld en öll uppkomin börn þeirra nema eitt fluttu vestur um haf á síðari hluta nítjándu aldar. Áður en ég fékk niðjatalið í hendur hafði ég tapað netfangi drengsins. Er ég fann það aftur, var hann farinn aftur til síns heima. Því lá niðjatalið og rykféll í tölvunni minni þar til beiðnin kom síðasta sunnudag.
Einasta afrekið mitt að var átta mig á að bloggvinkona mín og einn niðjanna var sama manneskjan! Heiðurinn af öllu hinu er Magnúsar Haraldssonar.
0 ummæli:
Skrifa ummæli