Stundum kemur yfir mig einhver bloggleti. Ég hefi ekkert að segja en þarf að halda uppi merkjum einhverra ímyndaðra vinsælda um dugnað á blogginu. Ég nenni því ekki lengur.
Ég tel hyggilegra að blogga eftir tilfinningunni, segja eitthvað ef ég hefi eitthvað að segja, en þegja þess á milli. Það getur vel verið að ég komi með eitthvað gáfulegt í kvöld, ef ekki í kvöld, þá á morgun eða hinn daginn.
Ég er allavega ekkert hætt, bara löt.
fimmtudagur, ágúst 30, 2007
30. ágúst 2007 - Ekkert hætt, bara löt
Birt af Anna Kristjánsdóttir kl. 13:52
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
0 ummæli:
Skrifa ummæli