fimmtudagur, ágúst 16, 2007

16. ágúst 2007 - II – Aldrei nokkur maður hengdur .....

...fyrir neitt á Íslandi segir Eiríkur Ormur Víglundsson hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar í viðtali við DV í gær í tilefni af klúðrinu vegna kaupa og breytinga á væntanlegri Grímseyjarferju.

Hjúkkitt segi ég bara. Eins gott að eiga það helvíti ekki yfir höfði sér þegar haft er í huga að sífellt er verið að þrengja á vikmörkum og herða á refsingum vegna umferðarlagabrota eins og þess að fara óvart yfir hámarkshraðann eða gleyma að gefa stefnuljós.

-----oOo-----

Ég hefi ekki séð DV í dag, en mér skilst að þar sé sagt frá því að ég hafi móðgast og sé hætt að blogga á Moggabloggi. Það er alrangt.

Ástæður þess að ég tók mér frí frá Moggabloggi eru þær að ég hefi bloggað á tveimur stöðum frá því um síðustu áramót, en auk þess er ég ekki ánægð með beintengingar bloggsins við fréttir á Mbl.is. Ég tók það fram á síðustu færslu minni á Moggabloggi að ég telji mun heppilegra að tengja fréttablogg við fréttirnar sjálfar en ekki við einstakar bloggsíður. Slíkt kemur í veg fyrir að hinir og þessir bolir vaði uppi og geri “óskunda” á blogginu eins og sífellt er að eiga sér stað.

En móðguð er ég ekki og líkar auk þess vel við þægilegt notendaviðmót Moggabloggsins!


0 ummæli:







Skrifa ummæli