miðvikudagur, febrúar 13, 2008

13. febrúar 2008 - Velkomin til Íslands Heather Mills

Þótt ég og margir Íslendingar séum miklir aðdáendur Paul McCartney og þeirra félaga, lífs sem liðinna, er sjálfsagt að bjóða fyrrum eiginkonunni hæli á Íslandi úr því henni er ekki lengur vært í Englandi eftir skilnaðinn við hinn örvhenta söngfugl, enda hefur unnist umtalsverð þekking á móttöku flóttamanna frá Vesturlöndum hér á landi sbr. Bobbý Fisher, Aron Pálma og Gervasoni.

Hmmm. Kannski ekki Gervasoni beint þar sem hann var rekinn aftur úr landi þrátt fyrir hetjulega baráttu Guðrúnar Helgadóttur fyrir dvalarleyfi honum til handa. En allavega tók RJF-hópurinn vel á móti Fisher og Aron Pálma.

Nú er skarð fyrir skildi þar sem Fisher hefur horfið á braut forfeðra sinna. Því er tilvalið fyrir RJF-hópinn að fá Heather Mills í staðinn og svo getur hún örugglega fengið vinnu sem PR-manneskja hjá Össuri hf. Henni yrði örugglega vel tekið sem fjölmiðlafulltrúa þar á bæ.

http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2008/02/13/mills_hyggst_flytja_fra_bretlandi/


0 ummæli:







Skrifa ummæli